Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað Guðjón Helgason skrifar 6. maí 2008 18:30 Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi. Erlent Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira