Að kenna gömlum hundi að sitja 24. nóvember 2008 06:30 Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun