Rútuböðull fyrir dómara Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2008 18:15 Enginn veit af hverju Vince Weiguang Li réðist skyndilega á meðfarþega sinn hinn 22 ára gamla Tim McLean. Þeir höfðu setið hvor á sínum stað í Greyhound rútunni og ekkert benti til að þeir þekktust. Rútan var á leiðinni frá Edmonton til Winnipeg. Eftir hvíldarstopp settist Weiguang Li við hliðina á McLean. Skyndilega stökk hann á fætur, dró upp stóran veiðihníf réðst á McLean og stakk hann margsinnis. Skelfingu lostnir farþegarnir æptu og veinuðu og forðuðu sér út úr rútunni þegar bílstjórinn stöðvaði hana. Weiguang Li skipti sér ekkert af þeim sem hlupu framhjá honum á leiðinni út. Hann hamaðist bara áfram við að stinga McLean. Flutningabíll stoppaði til að gá hvað væri á seyði. Bílstjóri hans fór ásamt rútubílstjóranum og farþega til þess að gá hvað væri að gerast í rútunni. Þegar þeir komu þar inn var Weiguang Li að skera höfuðið af Tim McLean. Þeir forðuðu sér þegar hann kom æðandi að þeim. Þeim tókst að hálfloka hurðinni og halda henni fastri þannig að Weiguang Li komst ekki út. Hann gat þó stungið hnífnum út í gegnum rifu og reyndi að skera þá. Það tókst ekki og morðinginn fór þá aftur í rútuna. Hinir vopnuðust þá kúbeini og hamri úr vörubílnum og stóru vörð við hurð rútunnar. Weigung Li kom þá aftur frammí, og veifaði höfðinu af McLean framan í þá. Lögreglan kom svo á vettvang og handtók Weiguang Li án átaka. Þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag svaraði Weiguang Li ekki þegar dómarinn spurði hvort hann ætlaði að fá sér lögfræðing. Þegar dómarinn spurði hvort hann vildi nýta rétt sinn til að tjá sig ekki kinkaði hann kolli. Saksóknarinn sagði við blaðamenn að þeir myndu bíða eftir úrskurði geðlæknis um hvort Weiguang Li sé sakhæfur. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Enginn veit af hverju Vince Weiguang Li réðist skyndilega á meðfarþega sinn hinn 22 ára gamla Tim McLean. Þeir höfðu setið hvor á sínum stað í Greyhound rútunni og ekkert benti til að þeir þekktust. Rútan var á leiðinni frá Edmonton til Winnipeg. Eftir hvíldarstopp settist Weiguang Li við hliðina á McLean. Skyndilega stökk hann á fætur, dró upp stóran veiðihníf réðst á McLean og stakk hann margsinnis. Skelfingu lostnir farþegarnir æptu og veinuðu og forðuðu sér út úr rútunni þegar bílstjórinn stöðvaði hana. Weiguang Li skipti sér ekkert af þeim sem hlupu framhjá honum á leiðinni út. Hann hamaðist bara áfram við að stinga McLean. Flutningabíll stoppaði til að gá hvað væri á seyði. Bílstjóri hans fór ásamt rútubílstjóranum og farþega til þess að gá hvað væri að gerast í rútunni. Þegar þeir komu þar inn var Weiguang Li að skera höfuðið af Tim McLean. Þeir forðuðu sér þegar hann kom æðandi að þeim. Þeim tókst að hálfloka hurðinni og halda henni fastri þannig að Weiguang Li komst ekki út. Hann gat þó stungið hnífnum út í gegnum rifu og reyndi að skera þá. Það tókst ekki og morðinginn fór þá aftur í rútuna. Hinir vopnuðust þá kúbeini og hamri úr vörubílnum og stóru vörð við hurð rútunnar. Weigung Li kom þá aftur frammí, og veifaði höfðinu af McLean framan í þá. Lögreglan kom svo á vettvang og handtók Weiguang Li án átaka. Þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag svaraði Weiguang Li ekki þegar dómarinn spurði hvort hann ætlaði að fá sér lögfræðing. Þegar dómarinn spurði hvort hann vildi nýta rétt sinn til að tjá sig ekki kinkaði hann kolli. Saksóknarinn sagði við blaðamenn að þeir myndu bíða eftir úrskurði geðlæknis um hvort Weiguang Li sé sakhæfur.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira