Fótbolti

Galliani segir að ekkert verði af kaupum á Ronaldinho

NordcPhotos/GettyImages

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan á Ítalíu, segir að ekkert verði af því að félagið kaupi Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona vegna ágreinings um kaupverðið.

Útlit var fyrir að Ronaldinho væri á leið til Milan fyrir nokkrum dögum þegar spurðist út að leikstjórnandinn knái hefði samþykkt að ganga í raðir ítalska stórliðsins.

Umboðsmaður og bróðir Ronaldinho hefur síðan verið í viðræðum við Milan en Galliani hefur nú farið langt með að blása viðskiptin af vegna þess að Barcelona fer fram á of háar upphæðir fyrir leikmanninn.

Fastlega er gert ráð fyrir því að Milan nái hinsvegar að landa vinnuhestinum Mahieu Flamini frá Arsenal, sem sagður er vera í Mílanó að leggja lokahönd á félagaskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×