Fótbolti

Samningaviðræður ganga hægt hjá Xavi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi, leikmaður Barcelona.
Xavi, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP
Enskir og spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samningaviðræður á milli forráðamenn Barcelona og Xavi hafi gengið illa.

Aðilar munu hafa hist í sjö skipti en án þess þó að samningstilboð liggi á borðinu.

Núverandi samningur Xavi rennur út árið 2010 en forráðamenn Börsunga vilja enga áhættu taka að hann kunni að fara frá félaginu án greiðslu og vilja því semja við hann sem fyrst.

Xavi er þó sagður vera óánægður með að hann fái minna borgað en Lionel Messi, Thierry Henry og Carles Puyol.

Enskir fjölmiðlar halda því hins vegar fram að Börsungar séu þess fullvissir að Xavi myndi aldrei fara frá félaginu þar sem hann sé fæddur og uppalinn í Katalóníu.

Þeir segja einnig að ensk félög séu að fylgjast náið með ástandinu og nefna til að mynda Liverpool og Arsenal til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×