Fótbolti

Wenger stendur við sitt val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger segist ekki sjá eftir neinu þó svo að Arsenal hafi í kvöld tapaði fyrir Porto í Meistaradeild Evrópu og þar með misst toppsæti sitt í riðlinum.

Það þýðir að Arsenal verður í hópi þeirra liða sem mæta sigurvegurum riðlanna þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar.

Wenger hvíldi nokkra leikmenn í kvöld fyrir leikinn gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni um helgina en talsverð meiðsli eru í herbúðum Arsenal.

„Ég sé ekki eftir því að hafa stillt upp reynslumeira liði því margir leikmenn eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Við vitum vel að staða okkar í úrvalsdeildinni þýðir að hver einasti leikur er gríðarlega mikilvægur."

Porto vann 2-0 sigur á Arsenal í kvöld og sagði Wenger að sínir menn hefðu aldrei átt möguleika í leiknum eftir að þeir lentu undir.

Hann sagðist þó ekki óttast næsta andstæðing Arsenal í Meistaradeildinni. „Þetta verður erfitt en við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er í Meistaradeildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×