Sport

Naumur sigur Sharapovu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maria Sharapova er einbeitt á svip.
Maria Sharapova er einbeitt á svip. Nordic Photos / AFP
Evgeniya Rodina, nítján ára rússnesk stúlka, komst nálægt því að slá Mariu Sharapovu úr leik í fyrstu umferð opna franska meistaramótsins í tennis.

Viðureignin var æsispennandi en Sharapova vann að lokum 8-6 sigur í bráðabana í oddalotunni.

Rodina er lítið þekkt en Sharapova er talin vera sterkasti keppandi heims í einliðaflokki kvenna eftir að Justine Henin lagði tennisspaðann á hilluna fyrr í mánuðinum.

Sharapova vann fyrsta settið auðveldlega, 6-1, en tapaði strax fyrstu lotunni í öðru settinu. Þar með var ljóst að Rodina ætlaði ekki að gefast upp svo auðveldlega og vann annað settið, 6-3.

Þriðja settið var æsispennandi en báðar unnu þær sínar uppgjafarlotur og þar sem Rodina byrjaði að gefa upp komst hún í 6-5 forystu og fékk þar með tækifæri til að vinna einhvern óvæntasta sigur á opna franska meistaramótinu undanfarin ár. En Sharapova svaraði um hæl og jafnaði metin í 6-6.

Ólíkt öðrum stórmótum í tennis ráðast úrslitin ekki í oddalotu á opna franska meistaramótinu í tennis heldur er spilað þar til annar keppandinn nær tveggja stiga forystu í oddasettinu.

En þegar þarna var komið vann Sharapova loksins lotu af Rodina þegar sú síðarnefnda átti uppgjöf.

Sharapova hefur unnið öll risamótin í tennis, nema opna franska meistaramótið. Nú síðast vann hún opna ástralska meistarmótið í janúar síðastliðnum og var í efsta sæti styrkleikalista mótsins í Frakklandi - sem þýðir að hún var fyrirfram talinn sterkasti keppandi mótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×