Boston og Lakers leika til úrslita 31. maí 2008 04:50 Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira