Erlent

Listflug á farþegavél

Óli Tynes skrifar
Jibbbí.
Jibbbí. MYND/NETIÐ

Flugstjóri á tveggja hreyfla skrúfuþotu danska flugfélagsins Cimber Air á von á tiltali fyrir flug sitt þegar hann var að lenda á Sönderborg flugvellinum á dögunum.

Hann kom inn yfir völlinn á mikilli ferð og í lítilli hæð. Og allt í einu reif hann vélina upp og flaug bakfallslykkju, eða loop eins og það er kallað á flugmannamáli. Hann lenti svo eins og ekkert hefði í skorist.

Það sem hinn djarfi flugstjóri vissi ekki var að niðri á jörðinni var flugáhugamaður sem náði myndum af þessu listflugi og setti á netið.

Danska flugmálastjórnin tók málið samstundis upp. Það kann að vera metið flugmanninum til málsbóta að engir farþegar voru um borð. Örlög hans munu ráðast í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×