Erlent

Papparassar sitja um kjallarafjölskylduna

Óli Tynes skrifar
Sjúkrahúsið og teiknuð skuggamynd af Kerstin.
Sjúkrahúsið og teiknuð skuggamynd af Kerstin.

Ásókn ljósmyndara í kjallarafjölskylduna í Austurríki er slík að sérsveit lögreglunnar hefur sett til þess að gæta dótturinnar Kerstin. Hún liggur helsjúk á sjúkrahúsi.

Þrettán papparassar hafa verið handteknir. Þeir höfðu reynt að sleppa inn með því að dulbúa sig bæði sem lögregluþjóna og lækna. Móðir Kerstin, Elísabet hefur ekki getað heimsótt hana af þeim sökum.

Sjálf er hún undir lögregluvernd ásamt hinum börnum sínum. Þau eru stöðugt flutt af einum stað á annan, til þess að sleppa við ljósmyndarana.

Bæði fjölskyldan, læknar hennar og sálfræðingar, sem og lögreglan hefur beðið um frið fyrir ágangi, en allt kemur fyrir ekki.

Vissir fjölmiðlar væru tilbúnir til þess að greiða tugmilljónir króna fyrir myndir af börnunum eða móðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×