Erlent

Prestur frá helvíti

Óli Tynes skrifar

Breskur prestur hefur verið sviptur kalli sínu fyrir dæmalausan ruddaskap gagnvart sóknarbörnum sínum.

Séra Tom Ambrose hrækti á sóknarbörnin, skammaði þau úr predikunarstólnum og sýndi af sér hroka, árásargirni og ruddaskap, að því er segir í niðurstöðum sérskipaðrar rannsóknarnefndar.

Ósætti séra Ambrose við sóknarbörnin hófst nánast strax og hann tók við prestakallinu í Cambridgeskíri árið 1999.

Hann vildi gera ýmsar breytingar sem sóknarbörnin voru ósátt við. Það ósætti var presturinn ósáttur við og brást við með fyrrgreindum hætti.

Séra Abrose var gert að yfirgefa prestakallið eigi síðar en níunda júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×