Fótbolti

Tekur dugnað fram yfir hæfileika

Eiður Smári og Ronaldinho eru ekki taldir inni í framtíðarplönum Guardiola.
Eiður Smári og Ronaldinho eru ekki taldir inni í framtíðarplönum Guardiola. NordcPhotos/GettyImages

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þegar lagt línurnar fyrir næstu leiktíð hjá stórliðinu. Hann metur dugnað fram yfir hæfileika og hefur gert miklar breytingar síðan hann tók við af Frank Rijkaard.

Síðan Guardiola tók við hafa þeir Lilian Thuram, Edmílson, Gianluca Zambrotta, Deco og Giovani Dos Santos allir farið frá félaginu og talið er víst að fleiri leikmenn gætu verið á förum - menn eins og Ronaldinho, Eiður Smári Guðjohnsen og hugsanlega Samuel Eto´o.

Barcelona hefur í staðinn fengið leikmenn á borð við Daniel Alves, Seydou Keita, Gerard Piqué og Martin Cáceres.

"Mér finnst ég vera með nógu góðan leikmannahóp til að byggja upp sterkt lið. Ég tek dugnað oftar en ekki fram yfir hæfileika og þó við séum með hæfileikaríka leikmenn í okkar herbúðum, eigum við eftir að sjá hvernig þeir smella saman. Við viljum gera stuðningsmennina stolta og spila skemmtilega knattspyrnu," sagði Guardiola, sem hefur látið í það skína að hann ætlist til mikils af þeim Thierry Henry og Bojan Krkic í framlínunni næsta vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×