Erlent

Afmælis minnst með tvennum hætti

Óli Tynes skrifar
Mitt land.
Mitt land. MYND/AP

Ísraelar minnast þess þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Palestínumenn minnast þess einnig, en með nokkrum öðrum hætti.

Þeir syrgja landið sem Ísraelar hafa tekið frá þeim. Þeir syrgja líka þá sem fallið hafa í átökunum undanfarna sex áratugi.

Palestínumenn hafa því markað þessi tímamót með margvíslegum mótmælum. Ungi maðurinn á myndinni gerði það með því að klifra með palestinska fánann upp á múrinn sem Ísraelar eru að reisa milli Ísraels og Vesturbakkans.

Ísraelar kalla hann öryggismúr sem á að hindra að ferðir sjálfsmorðssprengjumanna yfir landamörkin.

Palestínumenn kalla hann aðskilnaðarmúr sem eigi að halda þeim sem annars flokks þegnum í landi sem þeir telja sig eiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×