Erlent

Asíuríki skipuleggja hjálparstarf í Burma

Óli Tynes skrifar
Um 2.4 milljónir manna misstu aleiguna í Burma.
Um 2.4 milljónir manna misstu aleiguna í Burma. MYND/AP

Herforingjastjórnin í Burma hefur ákveðið að þiggða aðstoð lækna og hjúkrunarfólks frá ríkjum í Suðaustur-Asíu. Utanríkisráðherra Singapore skýrði frá þessu í morgun.

George Yeo sagði að Burma muni þiggja aðstoð frá öllum ríkjum Bandalags Suðaustur-Asíuríkja. Samtökin muni nú taka að sér að samræma aðgerðir þannig að aðstoð frá öllum heiminum berist til landsins.

Björgunarsveitir frá löndum utan Asíu fá þó ekki að koma til Burma nema með sérstöku leyfi og í sérstökum tilfellum.

Tvær vikur eru nú liðnar frá því fellibylurinn Nargis varð yfir 134 þúsund manns að bana í Burma. Um tvær komma fjórar milljónir manna misstu aleiguna. Tjónið er metið yfir 10 milljarðar dollara.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×