NBA: Cleveland minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 10:06 Delonte West og Wally Szczerbiak í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando. Um er að ræða báðar undanúrslitaviðureignirnar í Austurdeildinni. Detroit er komið í 3-1 forystu gegn Orlando en Cleveland minnkaði muninn í 2-1 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.Cleveland vann Boston, 108-84, þó svo að enn eina ferðina hafi LeBron James hafi ekki náð sér á strik í skotnýtingunni. Hann skoraði 21 stig í leiknum, rétt eins og Delonte West. James hitti úr fimm skotum af sextán utan af velli en West úr sjö af ellefu. Joe Smith var með sautján stig fyrir Cleveland sem náði snemma forystunni í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Boston hefur enn ekki unnið á útivelli í úrslitakeppninni en liðið náði engu að síður besta árangri allra liða á útivelli í deildakeppninni. Næsti leikur fer fram annað kvöld í Cleveland. Kevin Garnett var með sautján stig, Paul Pierce fjórtán og Ray Allen tíu fyrir Boston.Detroit vann Orlando, 90-89. Hedo Turkoglu hefði getað tryggt Orlando sigurinn en hann misnotaði sniðskot þegar tíminn var að renna út. Tayshuan Prince skoraði hins vegar sigurkörfu Detroit þegar 8,9 sekúndur voru til leiksloka. Orlando missti niður fimmtán stiga forskot í þriðja leikhluta og varð Detroit fyrsta liðið í annari umferð úrslitakeppninnar til að vinna leik á útivelli. Chauncey Billups lék ekki með Detroit í kvöld eftir að hann meiddist í síðasta leik. Það kom ekki að sök í gær. Tayshaun Prince skoraði sautján stig fyrir Detroit, Rasheed Wallace sextán og Antonio McDyess var með átta stig og fjórtán fráköst. Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en þeir Rashard Lewis, Maurice Evans og Jameer Nelson voru með fimmtán stig hver. Detroit getur nú tryggt sér sigur í rimmunni og þar með sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando. Um er að ræða báðar undanúrslitaviðureignirnar í Austurdeildinni. Detroit er komið í 3-1 forystu gegn Orlando en Cleveland minnkaði muninn í 2-1 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.Cleveland vann Boston, 108-84, þó svo að enn eina ferðina hafi LeBron James hafi ekki náð sér á strik í skotnýtingunni. Hann skoraði 21 stig í leiknum, rétt eins og Delonte West. James hitti úr fimm skotum af sextán utan af velli en West úr sjö af ellefu. Joe Smith var með sautján stig fyrir Cleveland sem náði snemma forystunni í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Boston hefur enn ekki unnið á útivelli í úrslitakeppninni en liðið náði engu að síður besta árangri allra liða á útivelli í deildakeppninni. Næsti leikur fer fram annað kvöld í Cleveland. Kevin Garnett var með sautján stig, Paul Pierce fjórtán og Ray Allen tíu fyrir Boston.Detroit vann Orlando, 90-89. Hedo Turkoglu hefði getað tryggt Orlando sigurinn en hann misnotaði sniðskot þegar tíminn var að renna út. Tayshuan Prince skoraði hins vegar sigurkörfu Detroit þegar 8,9 sekúndur voru til leiksloka. Orlando missti niður fimmtán stiga forskot í þriðja leikhluta og varð Detroit fyrsta liðið í annari umferð úrslitakeppninnar til að vinna leik á útivelli. Chauncey Billups lék ekki með Detroit í kvöld eftir að hann meiddist í síðasta leik. Það kom ekki að sök í gær. Tayshaun Prince skoraði sautján stig fyrir Detroit, Rasheed Wallace sextán og Antonio McDyess var með átta stig og fjórtán fráköst. Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en þeir Rashard Lewis, Maurice Evans og Jameer Nelson voru með fimmtán stig hver. Detroit getur nú tryggt sér sigur í rimmunni og þar með sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna á þriðjudagskvöldið.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga