Körfubolti

Wade æfir með einkaþjálfara Jordan

Dwyane Wade hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö ár
Dwyane Wade hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö ár NordcPhotos/GettyImages

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat vinnur nú hörðum höndum að því að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli undanfarin tvö ár.

Hann er nú í heimaborg sinni Chicago þar sem hann hefur fengið sjálfan Tim Grover til að hjálpa sér að komast í form aftur, en Grover þessi vann náið með Michael Jordan á árum áður.

Wade var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA sumarið 2006 þegar hann leiddi lið Miami til meistaratignar.

Síðan hefur hann misst úr 62 leiki með liði sínu vegna margvíslegra meiðsla, nú síðast hnémeiðsla.

Wade er staðráðinn í að ná sér góðum á ný og ætlar ekki aðeins að mæta klár í æfingabúðið Miami seint í sumar, heldur hefur hann einnig í hyggju að vinna sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna fyrir leikana í sumar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×