Erlent

Hillary lánaði sjálfri sér hálfan milljarð

Óli Tynes skrifar
Mig vantar svona mikið.
Mig vantar svona mikið.

Hillary Clinton lánaði sjálf kosningasjóði sínum 6,4 milljónir dollara í síðasta mánuði. Það er tæplega hálfur milljarður íslenskra króna. Þetta er í annað skipti sem hún hleypur persónulega undir bagga með sjóðnum.

Það kostar milljarða á milljarða ofan að verða forseti Bandaríkjanna og Clinton hefur ekki gengið jafn vel og Barack Obama að safna fé. Kosningabarátta þeirra hefur verið óvenju löng og hörð og enn sér ekki fyrir endann á henni.

Margir demokratar eru orðnir þreyttir á þessari baráttu og vilja að hún taki enda sem fyrst. Opnum buddum fækkar því með hverjum deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×