Fótbolti

Grant horfir ekki lengra en til morgundagsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grant skoðar sig um í Moskvu.
Grant skoðar sig um í Moskvu.

Avram Grant segist ekkert hugsa um framtíð sína á Stamford Bridge. Hann segir að hugur sinn sé allur við úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun þar sem liðið mætir Manchester United í Moskvu.

„Ég bið blaðamenn að sýna öllum hjá Chelsea þá virðingu að spyrja út í úrslitaleikinn, ekki um mig," sagði Grant á blaðamannafundi í Moskvu í dag.

Þessi 53 ára Ísraeli hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átta mánuði. Hann stýrði liðinu til silfurs í ensku úrvalsdeildinni og í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir það er staða hans í hættu.

Sálfræðistríðið fyrir leikinn er að ná hámarki en menn hamast við að reyna að koma pressunni yfir á mótherjana. Markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segir að þeir bláu séu í hefndarhug eftir að hafa horft á Manchester United hampa enska meistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×