Stórtíðindi í vændum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 27. september 2008 07:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun