Víst voru þeir sviknir Guðni Ágústsson skrifar 6. júní 2008 00:01 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar