Mörg Meistaradeildarmet nálægt því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2008 09:01 Josep Llorente fagnar einu þriggja marka sinna í gær. Nordic Photos / AFP Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær. Fyrst skal nefna að 36 mörk voru skoruð í átta leikjum Meistaradeildarinnar sem er metjöfnun. Sami markafjöldi var skoraður þann 13. september árið 2000 eða 4,5 mörk að meðaltali í leik. Reyndar voru 44 mörk skoruð á einu og sama kvöldinu þann 1. október 1997 en þá fóru tólf leikir fram og meðalfjöldi marka ekki nema 3,67 mörk í leik. Alls voru níu mörk skoruð í leik Villarreal og Álaborgar í gær en það eru næstflest mörk sem hafa verið skoruð í einum og sama leiknum. Metið stendur enn en það var sett þegar að Monaco vann 8-3 sigur á Deportivo La Coruna í nóvember 2003. Reyndar hefur það tvívegis gerst áður að níu mörk eru skoruð í einum leik en báðir þeir lauk með 7-2 franskra liða, Lyon (gegn Werder Bremen, 2005) og Paris Saint-Germain (gegn Rosenborg, 2000). Þess má svo einnig geta að átta mörk voru skoruð í leik Steaua Búkarest og Lyon í gær en þeir frönsku unnu 5-3 sigur. Það var í ellefta sinn sem átta mörk líta dagsins ljós í einum leik. Lyon komst reyndar einnig í metabækurnar í gær fyrir að vinna leik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á útivelli. Steaua komst í 2-0 en varð að sætta sig við tap. Fjögur önnur lið hafa einnig afrekað hið sama og Lyon. Það tók Joseba Llorente, leikmann Villarreal, ekki nema sautján mínútur að skora þrennu í leiknum gegn Álaborg í gær. Það er næstskemmsti tími sem leikmaður hefur þurft til að skora þrennu. Metið á Mike Newell, fyrrum leikmaður Blackburn, sem skoraði þrennu á níu mínútum í 4-1 sigurleik liðsins gegn Rosenborg í desember árið 1995. Að síðustu má einnig geta þess að Dimitar Berbatov skoraði í gær 250. mark Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi. Um var að ræða fyrra mark Berbatov í leiknum. United hefur skorað næstflest mörk í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid trónir á toppi þess lista með 268 mörk. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær. Fyrst skal nefna að 36 mörk voru skoruð í átta leikjum Meistaradeildarinnar sem er metjöfnun. Sami markafjöldi var skoraður þann 13. september árið 2000 eða 4,5 mörk að meðaltali í leik. Reyndar voru 44 mörk skoruð á einu og sama kvöldinu þann 1. október 1997 en þá fóru tólf leikir fram og meðalfjöldi marka ekki nema 3,67 mörk í leik. Alls voru níu mörk skoruð í leik Villarreal og Álaborgar í gær en það eru næstflest mörk sem hafa verið skoruð í einum og sama leiknum. Metið stendur enn en það var sett þegar að Monaco vann 8-3 sigur á Deportivo La Coruna í nóvember 2003. Reyndar hefur það tvívegis gerst áður að níu mörk eru skoruð í einum leik en báðir þeir lauk með 7-2 franskra liða, Lyon (gegn Werder Bremen, 2005) og Paris Saint-Germain (gegn Rosenborg, 2000). Þess má svo einnig geta að átta mörk voru skoruð í leik Steaua Búkarest og Lyon í gær en þeir frönsku unnu 5-3 sigur. Það var í ellefta sinn sem átta mörk líta dagsins ljós í einum leik. Lyon komst reyndar einnig í metabækurnar í gær fyrir að vinna leik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á útivelli. Steaua komst í 2-0 en varð að sætta sig við tap. Fjögur önnur lið hafa einnig afrekað hið sama og Lyon. Það tók Joseba Llorente, leikmann Villarreal, ekki nema sautján mínútur að skora þrennu í leiknum gegn Álaborg í gær. Það er næstskemmsti tími sem leikmaður hefur þurft til að skora þrennu. Metið á Mike Newell, fyrrum leikmaður Blackburn, sem skoraði þrennu á níu mínútum í 4-1 sigurleik liðsins gegn Rosenborg í desember árið 1995. Að síðustu má einnig geta þess að Dimitar Berbatov skoraði í gær 250. mark Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi. Um var að ræða fyrra mark Berbatov í leiknum. United hefur skorað næstflest mörk í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid trónir á toppi þess lista með 268 mörk.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira