Viðskipti innlent

Atorka hækkar um 80 prósent í afar fáum viðskiptum

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku.
Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 80 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Bakkavör fór upp um 23 prósent og bréf Eimskipafélagsins um 5,22 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum um sautján prósent, færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um níu prósent og Færeyjabanka um 1,89 prósent. Þrátt fyrir geysilegar sveiflur hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,22 prósent og stendur hún í 653 stigum. Viðskipti í Kauphöllinni eru afar fá, átján talsins og nemur heildarveltan rétt rúmum þremur milljónum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×