Matur

Mangó og salvíumarineruð kalkúnabringa

Mangó og salvíu marineruð Kalkúnabringa með sítrus-heslihnetu gremolata og smjörsteiktu grænmeti ásamt Bordelaise-sósu og sætum kartöflum.

Innihald:

1 meðalstór kalkúnabringa ca 1 til 1,5 kg

Marinering:

1 stk Mango

60 til 80 gr sykur

3 msk ferskt saxað Salvía

2 msk ferskt saxað kóríander

1 Sítróna

1 rauð paprika

1 dl ólífuolía

Aðferð:

Flysjið utan af mangónum og skerið utanaf steininum sem liggur í miðjum mangónum.

Skerið í jafna teninga, leggið í skál og stráið sykrinum yfir.

Setjið yfir vatnsbað í 30 til 60 min eða þar til mangoin er mjúkur og sætur.

Skerið paprikuna í tvennt og setjið á ofnskúffu, bakið í 15 til 20 mín í ofninum við 230 gráðu hita eða þar til paprikan en orðin brennd að utan. Takið þá paprikuna út og látið kólna aðeins, takið þá brennda hýðið utan af henni og hendið, eftir situr sæt paprika.

Setjið papriku, salvíu, kóríander og mangó ásamt rifnum berki og safanum úr sítrónunni í matvinnsluvélina og hellið olíu saman við og smakkið til með salti og pipar.

Setjið í plastpoka með kalkúnabringunni og látið marinerast í lágmark 8 tíma. Best er að gera þetta deginum áður og láta bringuna liggja í 24 tíma.



Bordelaise-sósa

115 gr smjör

8 stk skallottulaukar - (saxaðir smátt)

6 stk hvítlauksgeirar - (saxaðir smátt)

300 ml Bordeux-rauvín

1 kryddvöndur - (lárviðarlauf, timiangrein, steinseljustilkur)

24 hvít piparkorn - (grófsteitt)

6 timiangreinar

1 rósmaringrein

175 ml kálfasoð

175 ml kjúklingasoð

Aðferð:

Bræddu helminginn af smjörinu í stórum potti og láttu skallottulauk og hvítlauk krauma í því í 5 mín. Hrærðu oft á meðan.

Bættu við víni, kryddvendi, piparkornum, timjani og rósmaríni, hitaðu að suðu og láttu sjóða þar til vökvinn er þykkur og sírópskenndur.

Helltu kálfa og kjúkklingasoðinu í pottinn og láttu malla við vægan hita í 40 mín. Fleyttu froðu ofan af eftir þörfum.

Veiddu kryddvöndinn og kryddjurtagreinarnar upp úr. Taktu sósuna af hitanum og þeyttu afganginum af smjörinu saman við.



Strengjabaunir & gulrætur með sítrus-heslihnetu gremolata

500 gr Strengjabaunir

1 ½ bolli Gulrætur

2 msk Heslihnetur-(eða möndlur)

2 msk steinselja (Flat-leaf)

1 ½ tsk Appelsínubörkur

1 tsk Limebörkur

½ tsk Sítrónubörkur

1 msk Smjör

1 msk Ólífuolía

2 Hvítlauksgeirar-( saxaðir)

1 Skalottulaukur-(saxaður)

Aðferð

Forsjóðið baunirnar og gulræturnar í léttsöltu vatni í u.þ.b. 10 mín eða þar til það er orðið mjúkt, sigtað og sett til hliðar.

Setjið saman gremolata og hrærið saman í lítilli skál hnetum, steinselju, sítrónuberki, appelsínuberki, limeberki og setjið til hliðar.

Hitið olíu og smjör saman á pönnu á meðalháum hita, setjið lauk og hvítlauk á pönnu og hrærið vel í 1 til 2 mín eða þar til laukurinn er orðin mjúkur.

Setja saman við baunir, gulrætur, salt og pipar. Veltið grænmetinu á pönnunni til að hita allt í gegn setjið grænmetið í skál og stráið gremolata jafnt yfir.

Sætar kartöflur með beikoni

250 gr Sætar kartöflur- (skorið í grófa bita)

250 gr Sellerýrót-(skorið í grófa bita)

100 gr Bacon(parma-serano skinka)

6-8 greinar Blóðberg (thymjan)

30 gr smjör

2 msk olía

Aðferð

Steikið kartöflur, selleryrót og beikon saman á pönnu í olíu og smjöri, kryddið með blóðbergi og setjið á ofnskúffu.

Setjið í 180 gr heitan ofninn í 8-10 mín.

Takið úr ofninum og setjið í skál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.