Körfubolti

Ginobili verður frá í 2-3 mánuði

NordicPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs hefur gengist undir aðgerð vegna ökklameiðsla og gert er ráð fyrir því að bakvörðurinn verði frá keppni í 2-3 mánuði vegna þessa.

Ginobili meiddist upphaflega í úrslitakeppninni í NBA í vor og meiddist aftur á sama fæti þegar hann spilaði með landsliði Argentínu á ÓL í Peking.

Hann verður væntanlega á hækjum í þrjár vikur til að byrja með og verður skoðaður aftur eftir þann tíma. Ef allt verður í lagi fer hann þá í stífa endurhæfingu.

Þetta þýðir að hann verður líklega frá keppni í 2-3 mánuði með öllu og missir þá væntanlega af æfingabúðum, undirbúningstímabilinu og fyrstu deildarleikjum San Antonio í vetur. Leiktímabilið í NBA hefst um mánaðamótin október-nóvember.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×