Erlent

Norskur njósnari stýrir fjárfestingasjóði

Óli Tynes skrifar
Arne Treholt
Arne Treholt

Norski njósnarinn Arne Treholt hefur tekið að sér að stýra fjárfestingasjóði sem rekinn verður eftir sharia lögum múslima.

Sjóðurinn mun einkum fjárfesta í orkugeiranum í fyrrverandi Sovétlýðveldum og í Asíu. Arna Treholt sem nú er 65 ára gamall er fyrrverandi embættismaður í Noregi.

Hann var handtekinn árið 1984 fyrir njósnir fyrir Sovétríkin. Árið eftir var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir föðurlandssvik njósnir fyrir Sovétríkin og Írak.

Hann var náðaður árið 1992 og fluttist til Rússlands Þar stofnaði hann fyrirtæki ásamt fyrrverandi hershöfðingja í KGB, rússnesku leyniþjónustunni.

Treholt býr nú á Kýpur en viðskipti hans eru að mestu leyti í Rússlandi. Sjóðurinn sem hann nú mun stýra verður með höfuðstöðvar í Bahrain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×