KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum 3. júní 2008 15:38 Mynd/Heimasíða KSÍ Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira