Erlent

Danir vilja reka erlenda glæpamenn úr landi

Óli Tynes skrifar
Hells Angels eru þekktir fyrir alþjóðlega glæpastarfsemi.
Hells Angels eru þekktir fyrir alþjóðlega glæpastarfsemi.

Meirihluti danskra þingmanna er hlynntur því að reka útlenda glæpamenn úr landi að sögn dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.

Danska lögreglan hefur upplýst að stór hluti helstu glæpamanna landsins hafi ekki danskan ríkisborgararétt.

Af 141 verstu gengjameðlimunum eru 53 útlendingar. Það eru 38 prósent. Sören Pind, þingmaður Vinstri flokksins segir í viðtali að ef útlendingar fremji jafn alvarleg afbrot og segir í skýrslu lögreglunnar, eigi þeir ekki heima í Danmörku.

Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins segir að hann vilji breyta reglum þannig að auðveldara verði að vísa fólki úr landi fyrir minni afbrot. Þingmenn úr öllum flokkum hafa tekið mjög í sama streng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×