Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn 13. nóvember 2008 09:11 Paul Pierce fagnar sigurkörfu sinni gegn Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix. NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix.
NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira