Sport

Bandaríkjamenn missa ÓL gull

Frank Johnson missir gull sitt úr 4x400 metra hlaupinu í Sidney
Frank Johnson missir gull sitt úr 4x400 metra hlaupinu í Sidney NordcPhotos/GettyImages

Keppnislið Bandaríkjanna í 4x400 metra hlaupi karla á ÓL í Sidney hefur verið svipt gullverðlaunum sínum eftir að einn hlauparinn viðurkenndi að hafa notað ólögleg lyf.

Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti þetta í dag eftir að fyrrum heimsmeistarinn í 400 metra hlaupi, Antonio Pettigrew, viðurkenndi að hafa notað ólögleg lyf.

Hann var í sigurliði Bandaríkjamanna í 4x400 metra hlaupi í Sidney árið 2000 ásamt Michael Johnson og Alvin og Calvin Harrison.

Það voru Nígeríumenn sem höfnuðu í öðru sæti í hlaupinu, Jamaíka í þriðja og Bahamas í fjórða, en nefndin hefur ekki ákveðið hvort verðlaunin færast niður um sæti eftir þessa niðurstöðu.

Þetta eru sjöttu verðlaunin sem tekin eru af Bandaríkjamönnum frá því í Sidney, en Marion Jones hafði áður misst fimm verðlaun vegna lyfjamála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×