Erlent

Þróunarbanki Asíu bregst við verðhækkun matvæla

Óli Tynes skrifar
Hrísgrjón hafa hækkað mjög í verði, sem kemur illa við fátæklinga í Asíu.
Hrísgrjón hafa hækkað mjög í verði, sem kemur illa við fátæklinga í Asíu.

Þróunarbanki Asíu ætlar að styðja við bakið á löndum sem eiga í erfiðleikum vegna mikillar hækkunar á matarverði.

Forseti bankans Haruhiko Kuroda sagði á fundi með fréttamönnum að hækkunin komi sérstaklega illa við fátæklinga í Asíu.

Hann bætti því við að bankinn sé andvígur markaðsvernd og innflutningshömlum sem sumar þjóðir hafa gripið til.

Hann sagði að besta leiðin til þess að hjálpa sé að veita fátækum launauppbót frekar en að reyna að stýra verðinu með handafli.

Margar ríkisstjórnir eru að berjast við þennan vanda og sumar hafa gripið til þess að niðurgreiða matvæli.

Almenn niðurgreiðsla er hinsvegar óskaplega dýr.

Því telur bankinn betra að hjálpa aðeins þeim sem þurfa sérstaklega á því að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×