Erlent

ESB stendur fast á lífrænu eldsneyti

Óli Tynes skrifar
Sykurreyr er meðal þess sem hægt er að vinna úr lífrænt eldsneyti. Hér er sykurreyr skorinn í Brasilíu.
Sykurreyr er meðal þess sem hægt er að vinna úr lífrænt eldsneyti. Hér er sykurreyr skorinn í Brasilíu.

Evrópusambandið heldur fast við áætlun sína um að lífrænt eldsneyti skuli vera 10 prósent af eldsneyti á bíla árið 2020.

Sambandi gerir þetta þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á að lífrænt eldsneyti ýti upp verði á matvælum og dragi úr framleiðslu þeirra.

Umhverfisverndarsinnar segja að ræktun lífræns eldsneytis sé þegar farið að taka land frá ræktun matvæla fyrir bæði menn og dýr.

Það eigi einnig þátt í stórhækkuðu matvælaverði, sem hefur valdið óeirðum í fátækum löndum undanfarnar vikur.

Einn af umhverfissérfræðingum Sameinuðu þjóðanna hefur gengið svo langt að segja að ræktun lífræns eldsneytis sé glæpur gegn mannkyninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×