Sport

Detroit hampaði Stanley-bikarnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Detroit með bikarinn.
Leikmenn Detroit með bikarinn.

Íshokkíliðið Detroit Red Wings vann í nótt hinn fræga Stanley-bikar og tryggði sér þar með sigur í NHL-deildinni þetta árið. Liðið vann hið unga lið Pittsburgh Penguins 3-2 í sjötta úrslitaleik liðanna.

Detroit vann einvígið 4-2 en þetta er í ellefta sinn sem liðið hampar Stanley bikarnum. Fyrst var það 1936 en síðast 2002.

Lið Detroit er fyrsta sigurlið NHL-deildarinnar sem hefur fyrirliða frá Evrópu. Fyrirliði Detroit er sænski varnarmaðurinn Nicklas Lidström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×