Fótbolti

Fjórtán gul, tvö rauð og apahljóð

Pouga varð fyrir aðkasti í dramatískum leik í spænsku 2. deildinni um helgina
Pouga varð fyrir aðkasti í dramatískum leik í spænsku 2. deildinni um helgina Mynd/Netið

Það var mikið að gera hjá dómaranum Francisco Hevia Obras um helgina þegar hann dæmdi 2. deildarleik Atletico Sevilla og Cordoba á Spáni.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikurinn líktist meira stríði en knattspyrnuleik. Dómarinn þurfti þannig að veifa gula spjaldinu 14 sinnum og því rauða tvisvar.

Þá skilaði dómarinn inn skýrslu þar sem fram kom að Kamerúninn Christian Pouga hjá Atletico Sevilla hefði orðið fyrir kynþáttaníð frá áhangendum Cordoba sem framkölluðu apahljóð og beindu að leikmanninum.

Í skýrslu dómarans kom einnig fram að aðskotahlutum hefði verið kastað inn á völlinn og þar á meðal voru að minnsta kosti fjórar plastflöskur með vökva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×