Erlent

Mugabe á nóg af skotfærum

Óli Tynes skrifar
Komu kínverska skipsins var mótmælt í Durban í Suður-Afríku.
Komu kínverska skipsins var mótmælt í Durban í Suður-Afríku. MYND/AFP

Í Zimbabwe er skotur á mat, rafmagni, drykkjarvatni, eldsneyti og yfirleitt öllum daglegum nauðsynjavörum.

Robert Muygabe forseti getur þó huggað sig við að hann á nóg af skotfærum ef þegnar hans skyldu verða eitthvað órólegir.

Hann er nýbúinn að fá 77 tonn af riffilkúlum, vörpusprengjum og eldflaugum frá Kína.

Rannsóknarnefnd frá Suður-Afríku sagði í síðustu viku að fregnir af ofbeldisverkum hers og lögreglu gegn stjórnarandstæðingum séu sannar. Umfangið sé skelfilegt, sérstaklega úti á landsbyggðinni.

Skotfærin komu með kínversku skipi. Zimbabwe er landlukt og því fór skipið upphaflega til Durban í Suður-Afríku fyrir nokkrum vikum. Suður-Afríkumenn neituðu að leyfa löndun úr skipinu.

Það sigldi þá fyrir Góðrarvonarhöfða og upp með ströndum Afríku til Kongó. Þaðan var flogið með farminn til Zimbabwe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×