Fótbolti

Sex breytingar hjá United

Berbatov og Rooney eru á bekknum hjá United í kvöld
Berbatov og Rooney eru á bekknum hjá United í kvöld AFP

Leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu hefjast klukkan 19:45. Sir Alex Ferguson hefur gert sex breytingar á liði Manchester United frá því það lagði Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir Wayne Rooney og Dimitar Berbatov fara á bekkinn gegn Celtic í kvöld og í stað þeirra koma Carlos Tevez og Ryan Giggs. Ben Foster stendur í markinu og Rafael Da Silva skiptir við Gary Neville. John O´Shea skiptir við Patrice Evra í vinstri bakverðinum og þá kemur Darren Fletcher inn á miðjuna í stað Anderson.

Af Arsenal er það helst að frétta að markvörðurinn Lukasz Fabianski er í byrjunarliðinu.

Leikir kvöldsins:

E-riðill: AaB-Villarreal, Celtic-Utd

F-riðill: Fiorentina-Bayern, Lyon-Steua

G-riðill: Arsenal-Fenerbahce, Dynamo Kiev-Porto

H-riðill: BATE-Zenit, Real Madrid-Juventus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×