Erlent

Tugir innflytjenda myrtir í Suður-Afríku

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn hlúa að innflytjenda frá Malawi, sem var barinn til óbóta.
Lögreglumenn hlúa að innflytjenda frá Malawi, sem var barinn til óbóta.

Að minnsta kosti 22 innflytjendur hafa verið myrtir í Suður-Afríku undanfarna daga og fjölmargir særðir. Innflytjendurnir eru sakaðir um að taka vinnu og húsnæði af heimamönnum.

Árásirnar hófust í hverfum svertingja utan við Jóhannesarborg en hafa verið að breiðast út.

Innflytjendurnir halda sig oftast útaf fyrir sig og það er ráðist á hverfi þeirra og kveikt í húsunum. Margir hafa verið brenndir til bana, aðrir barðir í hel eða drepnir með sveðjum og hnífum.

Talið er að um fimm milljónir innflytjenda séu í Suður-Afríku. Þar af yfir þrjár milljónir frá Zimbabwe, þar sem fólk hefur flúið efnahagslegar þrengingar. Þótt hagvöxtur í SA hafi verið um fimm prósent síðastliðin fjögur ár er atvinnuleysi þar um 23 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×