Fótbolti

Ferdinand: Gott að Berbatov hefur brotið ísinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fyrra marki Berbatov fagnað.
Fyrra marki Berbatov fagnað.

„Þetta voru góð úrslit," sagði Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, eftir 3-0 útisigur á Álaborg í Meistaradeildinni í kvöld. „Við sýndum þeim mikla virðingu eftir að þeir náðu góðu stigi gegn Celtic."

„Þeir hafa vel skipulagt lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við þyrftum að grípa okkar tækifæri þegar þau gæfust. Það er jákvætt að Berba hafi opnað markareikning sinn og vonandi förum við af fullum krafti í það sem eftir lifir tímabils," sagði Ferdinand.

Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði tvö síðari mörk United í leiknum. Það fyrra kom eftir hræðileg varnarmistök en það síðara skoraði hann með laglegri klippu.

„Ég vissi að mörkin myndi koma fyrr en síðar. Ég er ánægður með að hafa náð að brjóta ísinn í dag og ég hjálpaði liðinu mínu að vinna sigur. Það er aðalatriðið," sagði Berbatov sem var að skora sín fyrstu mörk í búningi Evrópumeistarana.

Wayne Rooney virtist fara meiddur af velli í seinni hálfleik en Ferdinand segir að hann hafi verið tekinn af velli til að hann geti fengið hvíld. „Það eru erfiðir leikir framundan og menn vildu ekki taka neina áhættu," sagði Ferdinand.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×