Fótbolti

Drogba: Dómararnir biðja mig um að standa í lappirnar

Drogba á það til að krydda hlutina
Drogba á það til að krydda hlutina NordcPhotos/GettyImages

Didier Drogba segir að dómarar virðist hafa áhyggjur af því orðspori hans sem leikara, því þeir ræði við hann og biðji hann að forðast leikaraskap fyrir leiki Chelsea.

Menn eins og Rafa Benitez, stjóri Liverpool, og Nemanja Vidic hjá Manchester United hafa fundið að leikrænum tilburðum Drogba að undanförnu og framherjinn segist finna fyrir því að hann sé undir eftirliti.

"Dómarar í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni koma til mín og biðja mig að láta mig ekki detta í leikjunum og ég held að þeir hlusti ekki á mig þó ég segi þeim að ég sé knattspyrnumaður en ekki dýfingamaður. Ég gerði þau mistök einu sinni að segja að ég ætti það til að láta mig detta og mér finnst eins og fólk líti á mig sem svindlara síðan," sagði Drogba.

Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í Meistaradeildinni er í Moskvu í kvöld og hefst bein útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum með upphitun klukkan 17:45, eða klukkutíma fyrir leik.

Leiknum verður líka lýst í beinni hér á Vísi.is.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×