Körfubolti

Houston - Phoenix í beinni á Stöð 2 Sport í nótt

Shaquille O´Neal og félagar mæta til Houston í nótt
Shaquille O´Neal og félagar mæta til Houston í nótt NordcPhotos/GettyImages

Síðasta beina útsendingin frá deildarkeppninni í NBA verður á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt þar sem Houston tekur á móti Phoenix. Hér er á ferðinni harður slagur tveggja liða sem eru að berjast um að ná sem bestri stöðu inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

Vinni Phoenix sigur í kvöld getur liðið tryggt sér betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur og það gæti reynst dýrkeypt þegar kemur í úrslitakeppnina.

Phoenix er í harðri baráttu um sigur í Kyrrahafsriðlinum og hefur unnið 53 leiki og tapað 26. Liðið vann síðast mjög góðan sigur á San Antonio á útivelli.

Houston hefur unnið 53 leiki og tapað 25, en bæði lið eiga enn möguleika á að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni og því er mikið undir í kvöld.

Phoenix hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum liðanna í vetur og hefur reyndar unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum í Houston.

Þá er rétt að minna á að síðar í nótt, eða klukkan hálfþrjú, hefst bein útsending frá stórleik LA Lakers og New Orleans Hornets á NBA TV rásinni, en þar er á ferðinni einn af úrslitaleikjunum um það hvaða lið hirðir efsta sætið í Vesturdeildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×