Körfubolti

Bryant verðmætasti leikmaðurinn

NordcPhotos/GettyImages

Kobe Bryant, stórstjarna LA Lakers, var í gær formlega útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni. Hann fór fyrir liði sínu sem náði besta árangrinum í Vesturdeildinni.

Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár, en þetta er engu að síður í fyrsta skipti á ferlinum sem hann fær verðlaunin eftirsóttu.

"Verandi í Hollywood, væri ekki ónýtt að fá góðan endi á þetta og vinna titilinn. Ég get ekki þakkað félögum mínum í Lakers-liðinu nógu mikið - ég hefði aldrei fengið þessi verðlaun án þeirra.

Bryant skoraði 28,3 stig, hirti 6,3 fráköst og gaf 5,4 stoðsendingar að meðaltali í vetur og var næststigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir LeBron James.

Hann er fyrsti Lakers-maðurinn sem vinnur verðlaunin sðiðan Shaquille O´Neal gerði það um aldamótin, en áður höfðu þeir Magic Johnson og Kareem Abdul Jabbar unnið þau þrisvar hvor.

Það voru fjórir menn sem báru af í valinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar að þessu sinni, en Bryant vann að lokum með talsverðum yfirburðum.

Leikmaður, atkvæði í fyrsta sæti, heildarstig:

1. Kobe Bryant, LAL 82 1100

2. Chris Paul, NO 28 894

3. Kevin Garnett, BOS 15 670

4. LeBron James, CLE 1 438



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×