Erlent

Túlipanarnir blómstra í Hollandi

Óli Tynes skrifar
Túlipanaakrar í Hollandi.
Túlipanaakrar í Hollandi. MYND/AP

Það er löngu komið sumar í Evrópu. Óvíða sést það jafn vel á gróðurlitunum og í Hollandi þar sem túlípanaakrarnir skera sig rækilega úr landsleginu með litadýrð sinni. Túlipanar eru tákn Hollands og þaðan eru þeir fluttir út um allan heim.

Allir þekkja lagið "Tulips from Amsterdam." Túlipanar eru þó ekki upprunnir í Hollandi heldur komu þeir frá Íran, Afganistan, Tyrklandi og öðrum löndum Mið-Asíu. Þeir komu ekki til Evrópu fyrr en á sextándu öld.

Í Hollandi urðu þeir fljótt geysilega dýrmæt verslunarvara. Einn laukur af frægri ttegund gat selst fyrir þúsund flórínur. Meðal árslaun voru þá 150 flórínur. Túlipanalaukar voru einnig notaðir við kaup á landi, búfénaði og húsum.

Góður sölumaður gat haft 6000 flórínur í mánaðarlaun. Í dag eru þessi fallegu blóm öllu ódýrari, sem betur fer fyrir þá sem unna litadýrð þeirra og fegurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×