Körfubolti

Átján í röð hjá Boston

Kevin Garnett hjá Boston sækir hér að Wilson Chandler hjá New York í nótt
Kevin Garnett hjá Boston sækir hér að Wilson Chandler hjá New York í nótt

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og nótt. Boston vann átjánda leikinn í röð þegar það lagði New York nokkuð auðveldlega á heimavelli sínum 124-105.

Boston jafnaði þar með árangur New York frá árinu 1969 og Philadelphia frá 1966 yfir bestu byrjun í sögu NBA á miðað við 28 spilaða leiki.

Boston hefur unnið 26 af 28 leikjum sínum og hefur aðeins einu sinni áður í sögu félagsins unnið átján leiki í röð (1982).

Rajon Rondo var besti maður Boston í nótt og skoraði 26 stig og hitti úr 12 af 14 skotum sínum. Ray Allen skoraði 18 stig og Paul Pierce 17.

Quentin Richardson skoraði 29 stig fyrir New York, Nate Robinson 23 og Chris Duhon 20 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Atlanta vann sjaldgæfan sigur á Detroit í gær 85-78, en Detroit vann alla leiki liðanna á síðustu leiktíð og hafði unnið 12 af síðustu 16 viðureignum liðanna.

Mike Bibby skoraði 27 stig og hitti mjög vel hjá Atlanta og Joe Johnson skoraði 19 stig. Rodney Stuckey og Allen Iverson skoruðu 20 stig hvor hjá Detroit.

Dallas lagði Washington á útivelli 97-86 og færði heimamönnum 21. tapið í 25 fyrstu leikjum sínum - sem er félagsmet. Jason Terry skoraði 25 stig fyrir Dallas en Antawn Jamison 22 fyrir Washington.

Loks vann Cleveland 102-91 úitisigur á Oklahoma City. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland en Kevin Durant var með 26 stig hjá Oklahoma.

Staðan í deildinni







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×