Fótbolti

Börsungar í jólafrí með tíu stiga forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Henry í baráttunni við Marcos Senna.
Thierry Henry í baráttunni við Marcos Senna. Nordic Photos / AFP
Thierry Henry tryggði sínum mönnum í Barcelona 2-1 sigur á Villarreal á útivelli eftir að heimamenn komust yfir í leiknum.

Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona og kom ekkert við sögu í leiknum.

Cani kom Villarreal yfir með laglegu marki eftir glæsilega sókn en það var Giuseppi Rossi sem átti sendinguna á Cani.

Seydou Keita jafnaði svo metin með skallamarki á 55. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Henry annað mark Barcelona af stuttu færi eftir fyrigjöf Xavi.

Gerard Pique fékk svo að líta tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili undir lok leiksins og voru Börsungar manni færri síðasta stundarfjórðunginn.

En það kom ekki að sök og er Barcelona nú með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar - er með 41 stig en Sevilla kemur næst með 31 stig.

Atletico og Valencia koma næst með 30 stig en Real Madrid og Villarreal eru með 29 stig.



Úrslitin í dag
:

Deportivo - Recreativo 4-1

Mallorca - Sevilla 0-0

Numancia - Valladolid 4-3

Osasuna - Getafe 5-2

Racing - Malaga 1-1

Sporting Gijon - Almeria 1-0

Villarreal - Barcelona 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×