Fótbolti

Seinni partur ársins var pínu persónulegur sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen er í mikilvægu hlutverki hjá einu besta liði heims en fyrir nokkrum mánuðum var hann á leið frá Barcelona. Eiður sér ekki eftir að hafa verið áfram en hann talar um Barcelona í viðtali við Fréttablaðið á morgun.

„Það má segja að seinni parturinn á árinu 2008 sé pínu persónulegur sigur. Ég tók þá ákvörðun að vera áfram og hef breytt minni stöðu hjá Barcelona gagnvart öllum. Ég hef minnt á mig og á það að þetta væri nú ekki alveg búið. Ég er mjög ánægður með að hafa haldið fast í það að vera áfram hjá Barcelona," segir Eiður en bætir við:

„Ég neita því ekki að ég var mjög nálægt því að fara og í rauninni var ég pottþéttur á því í sumar að ég myndi fara. En bæði af þrjósku og eftir samtal við þjálfarann tók ég þá ákvörðun að vera áfram. Með hjálp liðsfélaga og þjálfara þá hef ég gjörbreytt stöðunni minni í Barcelona. Það er allt miklu jákvæðara, ég er að spila meira og er miklu mikilvægari liðinu en áður," segir Eiður Smári.

Í viðtali við Fréttablaðið á morgun þá velur Eiður meðal annars besta félagann, besta leikmanninn og mikilvægasta leikmanninn í Barcelona-liðinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×