Erlent

Tugir farast í sprengjuárásum á Indlandi

Óli Tynes skrifar

Óttast er að að minnsta kosti sextíu manns hafi látið lífið í hrinu sprenginga í borginni Jaipur á Indlandi í dag. Á annað hundrað manns hafa særst.

Innanríkisráðherra landsins segir að sex sprengjur hafi sprungið til þessa. Allar sprengjurnar sprungu innan múra gömlu borgarinnar svonefndu. Þar er jafnan mikið um ferðamenn. Ein sprengjan sprakk við hof hindúa.

Aukinn viðbúnaður hefur verið fyrirskipaður í mörgum öðrum borgum landsins.

Ekki er vitað hverjir ódæðismennirnir eru. Nóg er af samtökum slíkra á Indlandi. Á undanförnum árum hafa hundruð manna farist í sprengjuárásum víðsvegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×