Fótbolti

Eiður ekki í framtíðarplönum Guardiola?

NordcPhotos/GettyImages

Fjölmiðlar í Katalóníu eru þegar farnir að horfa til næstu leiktíðar og fullyrt er að Josep Guardiola muni taka við starfi Frank Rikjaard sem þjálfari Barcelona á næstu leiktíð.

Þannig heldur Katalóníublaðið Sport því fram að Guardiola ætli sér að gera miklar breytingar á hóp liðsins fyrir næstu leiktíð.

Blaðið segir að Guardiola vilji halda í flestar stórstjörnur liðsins en ætli sér að nýta sér krafta nokkurra af yngri leikmönnum liðsins. Þá mun hann ætla að losa sig við leikmenn eins og Eið Smára, Ronaldinho, Lilian Thuram og Thierry Henry svo einhverjir séu nefndir.

Í kvöld er heil umferð í spænska boltanum þar sem hæst ber El Clasico - slagur Real Madrid og Barcelona - þar sem Sport fullyrðir að Eiður Smári verði í byrjunarliði vegna meiðsla þeirra Samuel Eto´o og Deco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×