Sport

Draumaúrslitaleikur Nadal og Federer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roger Federer.
Roger Federer.

Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem mætast í úrslitum í einliðaleik karla á opna franska meistaramótinu í tennis. Þetta er þriðja árið í röð sem þeir mætast í úrslitum mótsins.

Federer vann heimamanninn Gael Monfils sem barðist hetjulega. Hann varð þó að játa sig sigraðan en Federer vann 6-2, 5-7, 6-3 og 7-5.

Fyrr í dag vann Nadal sigur á Novak Djokovic sem er í þriðja sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, 6-4, 6-2 og 7-6 (7-3). Federer (1. sæti) og Nadal eru í efstu tveimur sætunum.

Nadal er enn ósigraður á opna franska meistaramótinu en hann hefur unnið á mótinu undanfarin þrjú ár. Svíinn Björn Borg hefur unnið flesta titla í röð á Roland Garros, fjóra talsins, og getur Nadal því jafnað metið á sunnudaginn.

Federer hefur unnið tólf titla á stórmótunum í tennis en á enn eftir að vinna á opna franska. Það er það eina sem vantar í bikarsafnið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×