Fótbolti

Messi ekki á Ólympíuleikunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lionel Messi mun ekki leika með Argentínu á Ólympíuleikunum við mikinn fögnuð Börsunga.
Lionel Messi mun ekki leika með Argentínu á Ólympíuleikunum við mikinn fögnuð Börsunga.

Þrjú félagslið unnu í dag áfrýjanir til að hindra leikmenn sína í að taka þátt í Ólympíuleikunum. Því mun Lionel Messi, leikmaður Barcelona, ekki leika með argentínska liðinu á leikunum.

FIFA var búið að úrskurða að lið þyrftu að láta leikmenn sína lausa fyrir Ólympíuleikana. Það sættu nokkur lið sig ekki við og áfrýjuðu á þeim forsendum að ekki væri um alþjóðlega leikdaga að ræða.

Félagsliðin unnu á endanum sigur í málinu. Auk Messi þá munu Diego hjá Werder Bremen og Rafinha, leikmaður Schalke, ekki taka þátt í leikunum.

„Ég skil afstöðu félagsliðanna af því við spilum mjög marga leiki, en ég hef alltaf sagt að ég vilji spila fyrir landsliðið mitt," sagði Messi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×