Sport

Loeb skráði nafn sitt á spjöld sögunnar

Sebastien Loeb hefur verið í algjörum sérflokki í rallinu undanfarin ár
Sebastien Loeb hefur verið í algjörum sérflokki í rallinu undanfarin ár AFP

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb sigraði í síðasta móti ársins á heimsmeistaramótinu í ralli þegar keppt var í breska kappakstrinum.

Þar með kórónaði þessi mikli meistari yfirburði sína í greininni, en hann hafði þegar helgina áður tryggt sér fimmta heimsmeistaratitilinn í röð. Það hefur engum rallkappa í sögunni tekist áður.

Citroen-ökumaðurinn var þrettán sinnum á verðlaunapalli í fimmtán keppnum og ellefu sinnum stóð hann uppi sem sigurvegari. Sigur Loeb þýddi líka að Citroen liðið varð meistari bílasmiða eftir að Ford hafði sigrað árin tvö þar á undan.

Finnski ökuþórinn Tommi Makinen átti eldra metið þegar hann vann fjögur ár í röð á árunum 1996-99.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×