Commerzbank kaupir Dresdner Bank 1. september 2008 13:33 Martin Blessing, forstjóri Commerzbank, ræðir hér við Michael Diekmann, forstjóra Alliance, og Herbert Walter, forstjóra Dresdner Bank í dag. Mynd/AFP Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira